Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. febrúar 2017 21:42
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Meistaradeildin: Varamennirnir björguðu Juventus
Leicester skoruðu mikilvægt útivallamark
Leicester skoruðu mikilvægt útivallamark
Mynd: Getty Images
Dani Alves innsiglaði sigur Juventus
Dani Alves innsiglaði sigur Juventus
Mynd: Getty Images
Fyrri umferð 16-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu lauk nú rétt í þessu með tveimur leikjum.

Porto fékk stórlið Juventus í heimsókn og dróg til tíðinda á 27. mínútu þegar Alex Telles fékk að líta á rauða spjaldið en hann hafði fengið sitt fyrra gula tveimur mínútum áður.

Þegar 72. mínútur voru liðnar á leiknum braut Juventus ísinn þegar varamaðurinn Marko Pjaca skoraði. Tveimur mínútum síðar skoraði annar varamaður, Dani Alves og staðan skyndilega orðin 2-0 fyrir Juventus.

Ekkert meira var skorað í leiknum og fer Juventus því með góða forystu aftur til Ítalíu.

Á Spáni fékk Sevilla Englandsmeistara Leicester í heimsókn. Sevilla fékk vítaspyrnu strax á 15. mínútu eftir að Wes Morgan braut af sér. Kasper Schmeichel varði hins vegar spyrnuna.

Tíu mínútum síðar skoruðu heimamenn en það var Pablo Sarabia sem skoraði markið. Sevilla tvöfaldaði svo forystu sína á 62. mínútu þegar Joaquin Correa skoraði.

Leicester tókst hins vegar að klóra í bakkann og var það Jamie Vardy sem skoraði mark Englandsmeistarana.

Lokatölur urðu 2-1. Englandsmeistararnir fara því með mikilvægt útivallarmark aftur til Englands.

Porto 0 - 2 Juventus
0-1 Marko Pjaca ('72 )
0-2 Dani Alves ('74 )
Rautt spjald: Alex Telles, Porto ('27)

Sevilla 2 - 1 Leicester City
0-0 Joaquin Correa ('15 , Misnotað víti)
1-0 Pablo Sarabia ('25 )
2-0 Joaquin Correa ('62 )
2-1 Jamie Vardy ('73 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner