Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. febrúar 2017 23:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Real Madrid nálgast markamet Barcelona
Real Madrid gæti bætt markamet Barcelona í næstu leikjum
Real Madrid gæti bætt markamet Barcelona í næstu leikjum
Mynd: Getty Images
Real Madrid heimsótti Valencia í kvöld en leikurinn tapaðist 2-1. Cristiano Ronaldo skoraði mark Real Madrid en þetta var hans 700. leikur á ferlinum.

Markið sem Ronaldo skoraði þýðir að Real Madrid hefur nú skorað í 43 leikjum í röð og nálgast þeir markamet Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni.

Met Barcelona var 44 leikir en því meti náðu þeir árið 1944.

Nái Real Madrid að skora gegn Villarreal og Las Palmas bæta þeir 73 ára gamalt met Barcelona.

Öll mörk leiksins gegn Valencia komu í fyrri hálfleik og mörk Valencia komu á fyrstu 10. mínútunum og er það fyrsta sinn sem lið skorar tvö mörk á Real Madrid á fyrstu 10 mínútunum síðan 2003.
Athugasemdir
banner
banner
banner