Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 22. febrúar 2017 14:00
Elvar Geir Magnússon
Simeone: Besti leikur sem Gameiro hefur spilað
Gameiro skoraði eitt af mörkum Atletico í gær.
Gameiro skoraði eitt af mörkum Atletico í gær.
Mynd: Getty Images
Argentínumaðurinn Diego Simeone var í besta skapi eftir að Atletico Madrid vann 4-2 útisigur gegn Bayer Leverkusen í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Saul, Antoine Griezmann, Kevin Gameiro og Fernando Torres skoruðu mörk Atletico.

„Ég get farið aftur til Madrídar með stórt bros á andlitinu. Fyrir leikinn ræddum við um að sækja upp vistra megin því það myndi skapa vandræði fyrir réttfætta varnarmenn þeirra. Það er einmitt það sem gerðist," segir Simeone.

„Leverkusen komst inn í leikinn í seinni hálfleik en á heildina litið var þetta mjög ánægjulegt kvöld fyrir okkur. Það er mikilvægt að hafa trúna þegar þú spilar á útivelli. Ég tel að við höfum haft þá trú."

„Við hefðum getað unnið með stærri mun en markvörður þeirra átti tvær magnaðar vörslur frá Griezmann. Gameiro hefur aldrei átt betri leik og Griezmann gerði einnig mjög vel."

„Leverkusen hefur engu að tapa í seinni leiknum svo við verðum að fara varlega," segir Simeone.
Athugasemdir
banner
banner
banner