Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. febrúar 2017 11:05
Elvar Geir Magnússon
Viðar Ari æfir með Brann til reynslu
Viðar með Fjölni í leik gegn KR.
Viðar með Fjölni í leik gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Ari Jónsson, leikmaður Fjölnis, er á leið til norska úrvalsdeildarliðsins Brann á reynslu þar sem hann mun dvelja við æfingar dagana 28. febrúar til 5 mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grafarvogsfélaginu.

Viðar átti frábært tímabili með Fjölnisliðinu á síðasta ári auk þess sem góð frammistaða hans í æfingaleikjum með A-landsliðinu að undanförnu hefur vakið verðskuldaða athygli. Viðar hefur leikið tvo vináttulandsleiki fyrir A-landsliðið.

Viðar var gestur í útvarpsþætti Fótbolta.net síðasta laugardag og var þá spurður hvort hann setti stefnuna á að komast sem fyrst í atvinnumennsku.

„Við skulum vona það.... Jú það er á hreinu, ég ætla að lofa ykkur því. Þetta verður árið. Ég ætla að kýla á atvinnumennsku. Mér finnst ég vera klár í það og væri mikið til í að taka skrefið," sagði Viðar.

Viðar er 22 ára og hefur leikið sem bakvörður síðustu ár. Hann var á bekknum í úrvalsliði Pepsi-deildarinnar fyrir síðasta tímabil.

Brann hafnaði í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar í fyrra og fer í undankeppni Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner