Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 22. febrúar 2018 11:30
Magnús Már Einarsson
Barcelona skoðar að selja nafnið á Nou Camp
Nou Camp.
Nou Camp.
Mynd: Getty Images
Barceloan er að skoða möguleika á að selja nafnið á heimavelli sínum Nou Camp. Félagið er í viðræðum við tvö eða þrjú fyrirtæki sem hafa sýnt áhuga á að kaupa nafnið á Nou Camp.

Talið er að slíkur samningur geti fært Barcelona um það bil 250 milljónir punda.

Barcelona hefur leikið á Nou Camp síðan 1957 en félagið vill endurhanna leikvanginn og svæðið í kringum hann.

Slík framkvæmd kostar 500 milljónir punda og því er félagið að skoða möguleika á að selja nafnið á leikvanginum.

„Eitt af markmiðum félagsins er að þéna meiri pening á hverju ári því að við þurfum að eyða pening í leikmenn og byggingar," sagði Josep Maria Bartomeu forseti Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner