Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 22. febrúar 2018 19:10
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Reus bekkjaður - Mkhitaryan byrjar
Mynd: Getty Images
Byrjunarlið kvöldsins í Evrópudeildinni hafa verið tilkynnt. Arsenal fær Svíana frá Östersund í heimsókn og teflir fram sterku liði þrátt fyrir að vera þremur mörkum yfir eftir fyrri leikinn í Svíþjóð.

Henrikh Mkhitaryan og Hector Bellerin eru í byrjunarliðinu ásamt Jack Wilshere og Sead Kolasinac.

Danny Welbeck er fremsti maður Arsenal og eru hvorki Pierre-Emerick Aubameyang né Alexandre Lacazette í hóp.

Atalanta mætir þá Borussia Dortmund í eftirvæntasta leik kvöldsins. Dortmund vann fyrri leikinn 3-2 á heimavelli og því gríðarlega spennandi leikur framundan í Bergamó.

Michy Batshuayi er fremsti maður Dortmund í kvöld og er hann með Andre Schürrle, Mario Götze og Christian Pulisic fyrir aftan sig. Marco Reus byrjar á bekknum.

Josip Ilicic, sem skoraði tvennu í Dortmund, er fremstur í liði heimamanna ásamt Papu Gomez. Framherjarnir Andrea Petagna og Andreas Cornelius eru báðir á bekknum og spila Ítalirnir því án raunverulegs sóknarmanns.


Arsenal: Ospina, Bellerin, Chambers, Holding, Kolasinac, Elneny, Maitland-Niles, Mkhitaryan, Wilshere, Iwobi, Welbeck.

Östersund: Keita; Mukiibi, Papagiannopoulos, Pettersson, Widgren; Aiesh, Edwards, Nouri, Sema; Hopcutt, Ghoddos.


Atalanta: Berisha; Toloi, Caldara, Masiello; Hateboer, De Roon, Freuler, Spinazzola; Cristante; Gomez, Ilicic.

Dortmund: Bürki; Piszczek, Sokratis, Toprak, Toljan; Dahoud, Sahin; Pulisic, Gotze, Schürrle; Batshuayi.
Athugasemdir
banner
banner