Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 22. febrúar 2018 13:30
Elvar Geir Magnússon
Donnarumma til PSG í sumar?
Gianluigi Donnarumma.
Gianluigi Donnarumma.
Mynd: Getty Images
Gianluigi Donnarumma, markvörður AC Milan, gæti farið til Paris Saint-Germain næsta sumar samkvæmt fréttum frá Ítalíu.

PSG vill styrkja markmannsstöðuna og telur sig geta fengið betri mann í búrið heldur en núverandi teymi, Alphonse Areola og Kevin Trapp.

Sagt er að PSG hafi líka verið að horfa til Alisson hjá Roma og Jan Oblak hjá Atletico Madrid en sé hrifnast af 18 ára stráknum, Donnarumma, sem verið hefur aðalmarkvörður Milan undanfarin ár.

Framtíð Donnarumma hefur verið talsvert í umræðu og samningaviðræður hans og AC Milan síðasta sumar gengu illa.

Ítalskir fjölmiðlar hafa sagt að Donnarumma vilji færa sig um set og hefur það fallið í grýttan jarðveg hjá stuðningsmönnum Milan.

Sjá einnig:
Markverðir efstir á lista yfir björtustu vonir Evrópu
Athugasemdir
banner
banner
banner