fim 22. febrúar 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ingólfur Sigurðsson tekur slaginn með KH (Staðfest)
Ingólfur lék með Gróttu síðasta sumar.
Ingólfur lék með Gróttu síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingólfur Sigurðsson hefur fundið sér liðið fyrir sumarið. Mun hann taka slaginn með KH í 3. deildinni. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem hann spreytir sig með KH, hann spilaði með liðinu seinni hluta sumarsins 2016 og þá hefur hann einnig þjálfað liðið.

Hinn 24 ára gamli Ingólfur er sóknarsinnaður miðjumaður sem fór ungur að árum til Heerenveen og lék einnig með Lyngby í Danmörku.

Síðastliðið sumar spilaði Ingólfur með Gróttu í Inkasso-deildinni áður en hann hætti hjá félaginu í júlí.

Ingólfur er uppalinn hjá Val en hann hefur meðal annars leikið með KR, Þrótti R, Fram og Víkingi Ó. á ferli sínum.

Ingólfur var til skoðunar hjá norsku félögunum Nest-Sotra og Fredrikstad á dögunum en ekkert varð úr því. Eftir það sagði Ingólfur.
„Það er spurning hvort einhverjar dyr opnist þegar aðrar lokast. Ég vil spila áfram en gæti neyðst til að leggja skóna á hilluna."

Hann er ekki að fara að leggja skóna á hilluna, ekki strax. Hann tekur slaginn með KH sem komst upp úr 4. deildinni síðasta sumar.

Annars er það í fréttum að Ingólfur er að fara að gefa út bók í haust.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner