Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 22. febrúar 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikael á reynslu til Benfica - Tengsl Pedro að skila sér
Mikael Egill Ellertsson.
Mikael Egill Ellertsson.
Mynd: Fram
Portúgalska stórliðið Benfica hefur boðið Mikael Agli Ellertssyni, ungum og efnilegum leikmanni Fram, að koma til æfinga í knattspyrnuakademíu félagsins í Lissabon.

Frá þessu er greint á heimasíðu Safamýrarfélagsins.

Að sögn Pedro Ferreira, yfirmanns hjá Benfica, er þetta í fyrsta skipti sem ungum íslenskum fótboltamanni er boðið til æfinga hjá félaginu.

Þetta boð kemur í framhaldi af heimsókn fulltrúa Fram til Benfica á síðasta ári. Í þeirri ferð var starfsemi Fram kynnt fyrir forráðamönnum Benfica en eins og kunnugt er þá er Pedro Hipolito, þjálfari Fram, fyrrum leikmaður félagsins.

Í framhaldi af kynningu Benfica á sínu ungmennastarfi hefur Fram sent upplýsingar um unga leikmenn til yfirmanna knattspyrnumála hjá Benfica sem síðan hafa sent njósnara til að fylgjast með leikjum Fram í vetur. Mikael, sem er fæddur 2002, hefur vakið verðskuldaða athygli í undanförnum leikjum enda einn yngsti leikmaður í sögu Fram til að spila opinbera leiki með meistaraflokki félagsins.

„Mikael Egill fær núna verðskuldað tækifæri til að spreyta sig gegn mörgum af efnilegustu ungu knattspyrnumönnum Evrópu við bestu aðstæður í Lissabon."
Athugasemdir
banner
banner
banner