Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 22. febrúar 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Mourinho reiður við fréttamenn: Eins og þið viljið búa til nýja íþrótt
Það er ekki létt yfir Mourinho þessa dagana.
Það er ekki létt yfir Mourinho þessa dagana.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho brást illa við þegar hann var spurður að því á fréttamannafundi í gær hvort Alexis Sanchez ætti ekki að fá meira frjálsræði í leikkerfi Manchester United.

Mourinho stillti upp varnarsinnuðu leikkerfi í markalausa jafnteflinu gegn Sevilla í gærkvöldi og hefur fengið gagnrýni fyrir.

„Ég tel að þið séuð allir, eða margir ykkar, í nýrri íþrótt! Á Englandi segið þið sumir að kantmenn eigi ekki að verjast," sagði Mourinho við fréttamenn.

„Næst þegar ég hitti David Beckham ætla ég að spyrja hann: 'David, þegar þú spilaðir á hægri kanti hjá Manchester United og vinstri bakvörður andstæðinganna sótti, varst þú þá að horfa upp í stúku? Eða komstu til baka með leikmanninum?' Ég ætla að spyrja David að því."

„Eins og allir vita þá er ég ekki mikill vinur Roy Keane eða Paul Scholes en ég ætla að spyrja þá: 'Þegar liðið tapaði boltanum fóruð þið til baka? Eða voruð þið labbandi um völlinn?"

„Núna lítur út fyrir að allir góðir leikmenn þurfi að vera í frjálsri stöðu. Mér finnst heimskulegt að segja það. Þegar liðið er með boltann þá sækir þú. Þegar liðið er ekki með boltann þá ertu að verjast."

„Þetta er svo einfalt en það virðist vera sem þið viljið búa til nýja íþrótt. Ég skil þetta ekki ennþá því sigurlið, bestu lið í heimi í dag eru vinnusöm og þá er ég að tala um lið í dag en ekki lið fyrir 10, 20 eða 30 árum. Allir hafa aga í taktík."


Sjá einnig:
Óskar Hrafn drullar yfir Mourinho: Hann er leiðinlegur og er að eyðileggja United
Mourinho við blaðamann: Má ég faðma þig?
Athugasemdir
banner
banner
banner