Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 22. febrúar 2018 06:00
Magnús Már Einarsson
Skráning hafin á Smábæjarleikana á Blönduósi
Mynd: Smábæjarleikar
Smábæjaleikarnir er knattspyrnumót fyrir krakka í 5, 6, 7 og 8 flokk. Bæði stelpur og stráka. Er þetta í fimmtánda sinn sem
Smábæjaleikarnir eru haldnir á glæsilegu vallarsvæði á Blönduósi.

Fyrstu árin voru leikarnir hugsaðir fyrir félagslið minni bæjarfélaga úti á landsbyggðinni. Breyting hefur orðið á og höfum við fengið stærri félög á Smábæjaleikana sem hafa komið með c, d, og e lið og er það frábær viðbót við okkar flotta mót og það er nóg pláss fyrir ný félög.

Spilað er í riðlakeppni á laugardag og sunnudag en tekið á móti
liðum á föstudag.

Kvöldvakan verður á sínum stað í íþróttahúsinu og ísbjörninn
Hvati mun kíkja við. Á Blönduósi er ýmiss afþreying í
boði fyrir fjölskyldufólk. Á lóð Blönduskóla eru nýkomin glæsileg leiktæki og sundlaugin í næsta nágrenni sem er ein sú glæsilegasta á landinu.

Við erum byrjuð að taka við skráningum, en þáttökutilkynningar
skal senda á netfangið [email protected] fyrir 1.mars n.k.

Staðfestingargjald: Hvert lið þarf að greiða 5.000 kr í staðfestingagjald inn á reikning 0307-26-4343 kt: 650169-6629

Þátttökugjald er 9000 kr fyrir 5, 6 og 7.flokk. Þátttökugjald er 4000 kr fyrir 8.flokk en aðeins er spilað á laugardeginum hjá þeim. Frítt er fyrir 1 þjálfara/liðsstjóra frá hverju liði.

Innifalið í þátttökugjaldi:
Morgunverður laugardag og sunnudag.
Hádegismatur laugardag.
Kvöldmatur laugardag.
Grillaðar pylsur og drykkur á vallarsvæði
í hádegi á sunnudag.
Gisting í skólastofu.
Kvöldvaka.
Frítt í sund í eitt skipti fyrir hvert lið.

Nánari upplýsingar veitir Kristín í síma 691 8686 eða á netfanginu
[email protected].

Athugið að hlé verður gert á leikjarplani þegar Ísland mætir Argentínu kl. 13:00, laugardaginn 16.júní. Sýnt verður frá öllum leikjunum á HM í bíósal félagsheimilisins þar sem maturinn er borinn fram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner