Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 22. febrúar 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Vængir Júpíters fá sex leikmenn (Staðfest)
Vængir Júpíters.
Vængir Júpíters.
Mynd: Vængir Júpiters
Vængir Júpíters hafa fengið sex leikmenn til liðs við sig fyrir átökin í 3.deildinni í sumar. Um er að ræða þá Tuma Guðjónsson, Fannar Örn Fjölnisson, Ingiberg Kort Sigurrðson, Magnús Þór Magnússon, Marko Stosic og Snæþór Hauk Sveinbjörnsson.

Allir koma þeir frá Fjölni nema sá síðastnefndi. Tumi og Fannar koma á láni en þeir eru gjaldgengir í 2.flokk Fjölnis sem teflir fram sameiginlegu liði með Vængjunum í sumar. Marko og Magnús Þór eru fæddir 1998 og voru að ganga úr 2.fl á síðasta ári.

Ingibergur kemur einnig á láni en Ingibergur kom við sögu í átta leikjum fyrir Fjölni í Pepsi deildinni í fyrra ásamt því að spila þrjá leiki fyrir Njarðvík í 2. deildinni í byrjun sumars en þar skoraði hann þrjú mörk. Ingibergur er fæddur árið 1998.

Snæþór Haukur er markmaður sem á að baki 49 leiki fyrir Völsung.

Vængir Júpíters hefja leik í B-deild Lengjubikarsins á sunnuag þegar þeir mæta Þrótti Vogum.
Athugasemdir
banner
banner