Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 22. febrúar 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Walker vill vinna erkifjendur sína í úrslitaleiknum
Walker og Raheem Sterling fagna marki.
Walker og Raheem Sterling fagna marki.
Mynd: Getty Images
Kyle Walker, bakvörður Manchester City, vill ólmur vinna Arsenal í úrslitum enska deildabikarsins á sunnudaginn.

Walker er ennþá í leit að fyrsta titli sínum á ferlinum en hann spilaði áður með erkifjendum Arsenal í Tottenham Hotspur.

„Spurs er félag sem tilheyrir hjarta mínu og að ná að vinna erkifjendur mína í mörg ár væri frábær tilfinning," sagði Walker.

„Þetta er hins vegar fótboltaleikur og allt getur gerst á 90 mínútum."

„Þeir hafa gert nokkur frábær kaup í janúar og við þurfum að passa okkur á þeim leikmönnum. Við segjum bara: 'Megi betra liðið vinna."

Athugasemdir
banner