sun 22. mars 2015 14:12
Arnar Geir Halldórsson
Danmörk: Tvö dýrmæt stig í súginn hjá Nordsjælland
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Silkeborg 2-2 Nordsjælland
0-1 Moberg-Karlsson (´4)
1-1 Beck Andersen (´44)
2-1 Beck Andersen (´45)
2-2 Uffe Bech ('70)

Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar fóru illa að ráði sínu þegar Nordsjælland gerði 2-2 jafntefli við Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Silkeborg er langneðst í deildinni og leikurinn byrjaði vel fyrir Nordsjælland en Svíinn Moberg-Karlsson kom þeim yfir eftir aðeins fjögurra mínútna leik.

Tvö mörk heimamanna undir lok hálfleiksins komu þeim í forystu en Uffe Bech bjargaði stiginu með marki á 70.mínútu en hann hafði komið inná fyrir Guðjón Baldvinsson átta mínútum áður.

Guðmundur Þórarinsson var tekinn af velli í hálfleik en Rúnar Alex Rúnarsson og Adam Örn Arnarsson sátu allan tímann á tréverkinu.
Athugasemdir
banner
banner