Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. mars 2015 11:00
Arnar Geir Halldórsson
Di Maria og De Gea á förum - Man City vill Sterling og Pogba
Powerade
Er Di Maria búinn að gefast upp á Man Utd?
Er Di Maria búinn að gefast upp á Man Utd?
Mynd: Getty Images
Sterling gæti farið til Man City
Sterling gæti farið til Man City
Mynd: Getty Images
Andriy Yarmolenko, arftaki Sterling á Anfield?
Andriy Yarmolenko, arftaki Sterling á Anfield?
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er þéttur á þessum sólríka sunnudegi. BBC tók saman.





Angel Di Maria, miðvallarleikmaður Man Utd, hefur sagt forráðamönnum sínum að hann vilji yfirgefa Old Trafford í stað þess að reyna að sanna sig fyrir Louis van Gaal. (Mail on Sunday)

David De Gea, markvörður Man Utd, vill ekki endurnýja samning sinn og gæti félagið því reynt að losa sig við hann næsta sumar. Vitað er af áhuga frá Real Madrid og fleiri félögum en De Gea er sagður verðmetinn á 50 milljónir punda. (Sunday Mirror)

Pavel Nedved, fyrrum leikmaður og nú starfsmaður Juventus, segir að PSG hafi gert tilboð í Paul Pogba en vitað er af áhuga frá nokkrum enskum stórliðum. (Metro)

Man City hyggst eyða meira en 100 milljónum punda í leikmannakaup næsta sumar og eru Raheem Sterling og Paul Pogba sagðir efstir á óskalistanum. (The Sun)

Liverpool undirbýr 19,5 milljón punda tilboð í Andriy Yarmolenko, leikmann Dynamo Kiev. (Daily Star)

Louis van Gaal er sagður hafa mikinn áhuga á Jose Gimenez, tvítugum miðverði Atletico Madrid. (Tuttomercato - ítalskt)

Man Utd er einnig orðað við Mats Hummels, varnamann Dortmund, en talið er að þýska félagið sé tilbúið að selja kappann næsta sumar. (The Sun)

Roberto Martinez, stjóri Everton, er sagður hafa rætt við Andre Ayew, kantmann Marseille, með það fyrir augum að fá kappann á Goodison Park í sumar en samningur Ayew við franska félagið er að renna út. (Sunday People)

West Ham ætlar að gera aðra tilraun næsta sumar til að fá Emmanuel Adebayor til liðsins frá Tottenham en viðskiptin strönduðu á síðustu stundu í síðasta janúarglugga. (Sunday Mirror)

Manchester City mun reyna að næla í Pep Guardiola, stjóra Bayern, áður en ákvörðun verður tekin með framtíð Manuel Pellegrini. (Sunday Express)


Athugasemdir
banner
banner
banner