Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. mars 2015 15:23
Arnar Geir Halldórsson
England: Juan Mata sá um Liverpool
Maður dagsins
Maður dagsins
Mynd: Getty Images
Gerrard spilaði hálfa mínútu
Gerrard spilaði hálfa mínútu
Mynd: Getty Images
Liverpool 1 - 2 Manchester Utd
0-1 Juan Mata ('14 )
0-2 Juan Mata ('58 )
1-2 Daniel Sturridge ('68 )
1-2 Wayne Rooney ('90 , Misnotað víti)
Rautt spjald:Steven Gerrard, Liverpool ('46)

Liverpool fékk erkifjendur sína í Manchester United í heimsókn á Anfield í dag.

Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti. Juan Mata kom Man Utd yfir eftir rúmlega tíu mínútna leik þegar Ander Herrera setti hann í gegn með stórkostlegri sendingu.

Adam Lallana fékk besta færi Liverpool í fyrri hálfleik en honum brást bogalistin og skaut framhjá markinu. Staðan í hálfleik því 1-0 fyrir Man Utd.

Lallana var tekinn af velli í hálfleik og inná kom Steven Gerrard í sínum síðasta leik gegn Man Utd á ferlinum, að minnsta kosti í búningi Liverpool. Hann entist ekki lengi inn á vellinum því eftir aðeins þrjátíu sekúndna leik traðkaði hann á Herrera og fékk beint rautt spjald fyrir.

Angel Di Maria kom inn fyrir Ashley Young á 55.mínútu og það tók hann aðeins fjórar mínútur að leggja upp annað mark Mata en Spánverjinn klippti boltann snyrtilega í markið framhjá varnarlausum Simon Mignolet.

Heimamenn gáfust ekki upp þó þeir væru tveim mörkum undir og einum manni færri því Daniel Sturridge minnkaði muninn á 69.mínútu eftir undirbúning Phillipe Coutinho.

Liverpool hélt áfram að þjarma að marki Man Utd en allt kom fyrir ekki og í uppbótartíma fengu Man Utd vítaspyrnu þegar Emre Can braut á Daley Blind. Wayne Rooney fór á punktinn en Mignolet gerði sér lítið fyrir og varði.

Lokatölur 2-1 fyrir Man Utd í mögnuðum fótboltaleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner