Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 22. mars 2015 13:32
Arnar Geir Halldórsson
Kína: Viðar Örn skoraði í stórtapi
Viðar Örn mætir með skotskóna til Kazakhstan
Viðar Örn mætir með skotskóna til Kazakhstan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Shandong Luneng 5-1 Jiangsu Guoxin-Sainty
1-0 Aloisio ('10)
2-0 Wang Qiang (´39)
3-0 Walter Montillo, víti ('45)
4-0 Wang Yongpo (´66)
5-0 Aloisio ('79)
5-1 Viðar Örn Kjartansson (´88)

Viðar Örn Kjartansson spilaði allan leikinn í framlínu Jiangsu Sainty þegar liðið heimsótti Shandong Luneng í kínversku ofurdeildinni í morgun.

Það er skemmst frá því að segja að Viðar og félagar steinlágu en liðið saknar tveggja sterkra miðvarða, Sölva Geirs Ottesen og Brasilíumannsins Eleílson sem báðir eru meiddir.

Heimamenn röðuðu inn mörkum í leiknum áður en Viðar Örn klóraði í bakkann fyrir gestina undir lok leiks. Þetta var annað mark Viðars í þrem leikjum.

Næsti leikur Jiangsu Sainty er gegn Shijiazhuang Yongchang þann 5.apríl næstkomandi.

Viðar Örn var valinn í landsliðshóp Íslands sem mætir Kazakhstan og Eistlandi í næstu viku en Sölvi Geir er eins og áður segir frá vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner