Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. mars 2015 10:00
Fótbolti.net
Maggi Gylfa: Við United áhangendur erum spilltir
Louis van Gaal.
Louis van Gaal.
Mynd: Getty Images
Magnús Gylfason, fyrrum þálfari Vals, er mikill stuðningsmaður Manchester United.

Magnús var á meðal viðmælanda í sjónvarpsþættinum Fótbolti.net á ÍNN á fimmtudag en hann er allt annað en ánægður með Louis van Gaal stjóra United. Magnús vill meina að Hollendingurinn sé verstur hjá United á tímabilinu.

,,Það er ekkert launungarmál að ég hef ekki verið ánægður með van Gaal. Hann er búinn að gera hver mistökin á fætur öðrum," sagði Magnús.

,,Hann spilaði 3-5-2 í upphafi móts. Hann kom beint af HM og tók sér varla frí. Hann hélt að United væri hollenska landsliðið og var í tómu rugli."

,,Þegar hann ákvað að brjóta odd af oflæti sínum hætti hann með 3-5-2 og fór í 4-4-2 með tígulmiðju sem mér enganveginn virka heldur. Núna er hann byrjaður að spila 4-3-3 og farinn að láta menn spila sínar stöður eins og maður hefði átt von á í upphafi móts. vonandi er hann búinn að finna hvað hann vill gera."


Magnús segist þó ekki vera búinn að missa alla þolinmæði gagnvart van Gaal. ,,Ég gef manninum séns. Ég hélt þolinmæði með Moyes þangað til hann fór og það er eins með Van Gaal."

,,Við United áhagendur erum spilltir eftir 20 ára velgengni Ferguson. Við höfum haft það gott. Miðlungsár sem myndi teljast gott hjá liðum eins og Liverpool og Tottenham, það er hræðilegt hjá okkur."


Smelltu hér til að horfa á sjónvarpsþáttinn
Athugasemdir
banner
banner
banner