banner
   sun 22. mars 2015 14:05
Arnar Geir Halldórsson
Heimild: BBC 
Pele: Messi er betri en Ronaldo
Pele ferskur ásamt Robbie Fowler og Steve McManaman
Pele ferskur ásamt Robbie Fowler og Steve McManaman
Mynd: Getty Images
Brasilíska goðsögnin, Pele, segir engan leikmann standast samanburð við Lionel Messi.

Messi og Cristiano Ronaldo munu mætast í kvöld þegar Real Madrid heimsækir Nou Camp en þessir tveir snillingar hafa drottnað yfir evrópskum fótbolta á undanförnum árum.

Ronaldo er handhafi Ballon D´Or verðlaunanna en hann hefur unnið þá nafnbót þrisvar á móti fjórum skiptum hjá Messi. Samanburður á þeim tveim er sífellt þrætuepli meðal knattspyrnuáhugamanna og Pele hefur sína skoðun á málunum.

,,Fólk er alltaf að reyna að bera Ronaldo saman við Messi, en þeir eru ólíkir. Þetta eru tveir frábærir leikmenn en á síðustu tíu árum í fótboltanum er Messi sá besti”, segir Pele.

Pele er í heimsókn á Englandi og er þessa stundina staddur á Anfield að fylgjast með leik Liverpool og Man Utd.

,,Bobby Charlton, Bobby Moore og George Best. Þetta voru leikmenn í sama klassa og Messi. Í Brasilíu höfum við Rivaldo og Zico sem dæmi”, sagði brasilíska goðsögnin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner