Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 22. mars 2015 12:53
Arnar Geir Halldórsson
Spánn: Deportivo komið úr fallsæti
Þessir máttu gera sér stigið að góðu
Þessir máttu gera sér stigið að góðu
Mynd: Getty Images
Deportivo La Coruna 0-0 Espanyol

Deportivo La Coruna fékk Espanyol í heimsókn í fyrsta leik dagsins í La Liga.

Deportivo er í bullandi fallbaráttu og hefur ekki unnið leik síðan 2.febrúar. Það breyttist ekkert í dag en leikurinn endaði með markalausu jafntefli eins og vill oft gerast í morgunleikjunum í Spánarsparkinu.

Stigið fleytir Deportivo upp úr fallsæti og er liðið nú í 16.sæti með 26 stig en í næstu sætum eru Almeria og Levante með 25 stig.

Espanyol siglir hinsvegar nokkuð lygnan sjó í 11.sæti með 34 stig.
Athugasemdir
banner
banner