Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 22. mars 2015 14:50
Arnar Geir Halldórsson
Suarez spenntur fyrir kvöldinu
Hvað gerir Suarez á Nývangi í kvöld?
Hvað gerir Suarez á Nývangi í kvöld?
Mynd: Getty Images
Luis Suarez, sóknarmaður Barcelona, segir draum vera að rætast þegar hann tekur þátt í El Clasico á Nou Camp í kvöld.

,,Ég hefði ekki getað ímyndað mér að ég myndi spila í þessum leik. Ég horfði á þessa leiki og hugsaði með mér hversu ótrúlegt það væri að spila í El Clasico. Nú ætla ég að fanga augnablikið og njóta þess að fá að taka þátt”, sagði Úrugvæinn.

,,Ég var í stúkunni á 5-0 leiknum og líka þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í Meistaradeildinni. Sem stuðningsmaður naut ég þess að fylgjast með”,

Fyrsti leikur Suarez eftir leikbannið fræga var gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu og náði hann sér aldrei á strik í þeim leik, frekar en liðsfélagar hans, en Madrídingar unnu leikinn 3-1.

,,Ég var meira að hugsa um sjálfan mig, endurkomuna eftir leikbannið og allt það. Ég náði ekki að njóta leiksins eins og þú átt að njóta El Clasico en vonandi get ég gert það núna”, sagði Suarez, augljóslega mjög spenntur.

Leikur Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 20.
Athugasemdir
banner
banner
banner