sun 22. mars 2015 08:30
Brynjar Hafþórsson
Tony Pulis kallar eftir notkun myndbandsupptöku
Pulis vill breytingar
Pulis vill breytingar
Mynd: Getty Images
Tony Pulis knattspyrnustjóri West Brom var ekki sáttur eftir leik liðsins gegn Manchester City.

Neil Swarbrick dómari leiksins rak Gareth McAuley af velli fyrir brot Craig Dawson á Wilfried Bony. Dómarinn viðurkenndi eftir leik að hafa tekið ranga ákvörðun.

Pulis sagði í viðtali eftir leik að knattspyrnustjórar ættu að geta véfengt ákvarðanir dómara.
,,Ef við getum hjálpað dómurum með 30 sekúndna afturköllunar möguleika, tvisvar í leik, þá getum hætt að tala um þá“ sagði Pulis.

Pulis stakk upp á notkun á svipuðu kerfi og þekkist í bandarísku NFL deildinni þar sem að fulltrúar í stúkunni hafa aðgang að endursýningum og geta ráðlagt dómurum á vellinum eftir að hafa horft á atvikið aftur.

Þannig má gefa dómurum tækifæri á að leiðrétta mistök og færa meira af ábyrgðinni yfir á þjálfarana. Þannig væri hægt að útrýma röngum ákvörðunum sem að hafa áhrif á leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner