mið 22. mars 2017 13:00
Magnús Már Einarsson
Costa reyndi allt til að fara til Atletico Madrid
Diego Costa og Antonio Conte.
Diego Costa og Antonio Conte.
Mynd: Getty Images
Diego Costa, framherji Chelsea, segist hafa reynt allt til að ganga aftur til liðs við sitt gamla félag Atletico Madrid síðastliðið sumar.

Viðræður milli félaganna gengu ekki upp og Costa segist hafa farið með skottið á milli lappanna aftur til Antonio Conte stjóra Chelsea.

„Atletico vissi að ég ber sérstaka tilfinningu til liðsins. Ég átti bestu augnablik ferilsins þar. El Choco (Diego Simeone, þjálfari Atletico), veit að það var ekki ómögulegt fyrir mig að koma aftur til baka," sagði Costa.

„Samband mitt og Conte byrjaði ekki vel því þegar hann mætti á svæðið þá sagði ég honum að ég vildi fara til Atletico. Þegar Atletico þurfti að bíða eftir mér þá gerði félagið það ekki þó að það væri mánuður eftir af félagaskiptaglugganum:"

„Ég reyndi allt til að fara aftur til Atletico Madrid en ég myndi ekki taka aftur sömu baráttu. Þegar Atletico beið ekki eftir mér þá þurfti ég að fara aftur til Conte með skottið á milli lappanna."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner