Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. mars 2017 08:40
Magnús Már Einarsson
Gylfi: Draumur að spila fyrir eitt af þessum stóru félögum
Gylfi hefur farið á kostum á tímabilinu.
Gylfi hefur farið á kostum á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea og íslenska landsliðsins, segir að draumur hans sé að spila fyrir stórlið í framtíðinni.

Paul Clement, stjóri Swansea, sagði fyrr í vetur að Gylfi hafi burði til að spila fyrir félög eins og Chelsea, Real Madrid og Bayern.

„Kannski var hann að reyna að gefa mér sjálfstraust. Auðvitað yrði það draumur að spila fyrir eitt af þessum stóru félögum," sagði Gylfi við Goal.com.

„Vonandi get ég spilað fyrir stórlið í framtíðinni ef ég held áfram að standa mig með Swansea og íslenska landsliðinu. Ég er samt að njóta þess að vera lykilmaður."

„Við erum í erfiðri stöðu í deildinni en ég nýt pressunnar. Ég er að reyna að gera mitt besta og hjálpa liðinu að ná í þrjú stig í hverri viku."
Athugasemdir
banner
banner