Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   mið 22. mars 2017 10:48
Elvar Geir Magnússon
Parma
Gylfi um slúðrið: Er ekkert að æsa mig
Icelandair
Gylfi á æfingu með íslenska landsliðinu í Parma í dag.
Gylfi á æfingu með íslenska landsliðinu í Parma í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið orðaður við mörg félög eftir frábæra frammistöðu sína með Swansea undanfarnar vikur. Hann segir það lítið trufla sig.

„Þetta hefur vanist nokkuð vel. Maður er lítið að spá í þessu. Það hefur gengið vel og þá byrja svona sögusagnir," sagði Gylfi við Fótbolta.net í dag.

„Það er búið að nefna mikið af liðum til sögunnar en ég er mjög ánægður hjá Swansea þó að við séum í erfiðri stöðu í deildinni. Við erum með fínan þjálfara sem er að gera fína hluti. Ég er ekkert að æsa mig yfir þessu."

Paul Clement, fyrrum aðstoðarstjóri Chelsea, Real Madrid og Bayern, tók við Swansea í janúar og undir stjórn hans hefur liðið komið sér úr fallsæti.

„Hann er mjög góður þjálfari. Þú sérð af hverju hann er búinn að vera hjá þessum stóru klúbbum. Hann er skipulagður og með mjög góðar æfingar. Hann er með góða reynslu af stórum leikjum og stórum leikmönnum sem hann hefur þurft að eiga við í gegnum tíðina. Hann er helsta ástæða þess að við erum ekki lengur í neðsta sætinu."

„Skipulagið varnarlega hefur breyst. Hann vill að við spilum góðan varnarleik og með því kemur sjálfstraust og góður sóknarleikur. Llorente er farinn að skora og það hjálpar líka."


Gylfi er að undirbúa sig undir leikinn mikilvæga með íslenska landsliðinu gegn Kosóvó á föstudaginn. „Þetta verður erfiður leikur. Þeir eru með nýtt lið og eru með fína leikmenn sem spila hér og þar. Þeir eru fínir í fótbolta, sérstaklega í skyndisóknum þar sem þeir eru með flinka leikmenn fram á við. Þetta verður hörkuleikur," sagði Gylfi.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner