Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 22. mars 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Hodgson: Af hverju átti Kane ekki að taka hornin gegn Íslandi?
Hodgson sagði upp störfum beint eftir tapið gegn Íslandi.
Hodgson sagði upp störfum beint eftir tapið gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roy Hodgson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, er ósáttur við ýmsa gagnrýni sem hann hefur fengið eftir 2-1 tapið gegn Íslandi í 16-liða úrslitum á EM í fyrra.

Hodgson var gagnrýndur fyrir að breyta uppstillingu enska liðsins mikið frá því í riðlakeppninni og hann fékk einnig mikla gagnrýni fyrir að láta Harry Kane taka hornin í stað þess að hafa framherjann inni í teignum.

„Þeta er kjaftæði. Fólk ætti að skammast sín fyrr þetta," sagði Hodgson um gagnrýnina.

„Af hverju ætti Harry Kane ekki að taka hornin? Ef hann er besti spyrnumaðurinn í liðinu og kemur með bestu fyrirgjafirnar, af hverju ætti hann ekki að taka þau?"

„Þessar meintu sex breytingar frá leiknum gegn Wales voru í raun fjórar ef við horfum á liðið sem kláraði leikinn. Ég hafði ekki áhuga á svona ummælum því mér fannst þau vera óviðeigandi og óheiðarleg."
Athugasemdir
banner
banner
banner