Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. mars 2017 18:51
Elvar Geir Magnússon
Shkoder, Albaníu
Landsliðið mætt til Albaníu - Æft á keppnisvellinum á morgun
Icelandair
Moska í Shkoder.
Moska í Shkoder.
Mynd: Getty Images
Íslenska landsliðið er mætt til borgarinnar Shkoder í Albaníu en borgin er nálægt landamærunum að Kosóvó. Hér leikur landslið Kosóvó heimaleiki sína þar sem ekki er til völlur sem stenst kröfur FIFA.

Vinna er hafin við að byggja nýjan þjóðarleikvang í Kosóvó en þangað til hann verður klár verður landsliðið að spila hjá grönnum sínum í Albaníu.

Um 140 þúsund manns búa í Shkoder sem er fjórða fjölmennasta borg Albaníu.

Landsliðið og starfslið þess flaug ásamt fjölmiðlamönnum frá Parma til Tirana, höfuðborgar Albaníu, en þá tók við um tveggja klukkustunda akstur til Shkoder.

Á morgun fimmtudag verður æft á keppnisvellinum og þá verður fréttamannafundur klukkan 10 að íslenskum tíma þar sem Aron Einar Gunnarsson og Heimir Hallgrímsson sitja fyrir svörum.

Á föstudagskvöld klukkan 19:45 verður svo flautað til leiks í þessum mikilvæga leik en stöðuna í riðlinum má sjá hér að neðan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner