Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. mars 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Liverpool goðsögn lést í nótt
Mynd: Getty Images
Ronnie Moran, fyrrum fyrirliði og þjálfari Liverpool, lést í nótt eftir skammvinn veikindi.

Moran var 83 ára gamall þegar hann lést.

Moran er goðsögn hjá Liverpoool en hann lék 379 leiki með liðinu á árunum 1952 til 1966.

Eftir að hann hætti að spila þá fór Moran í þjálfaralið Liverpool en hann starfaði hjá félaginu til ársins 1999.

Moran var tvívegis tímabundinn stjóri hjá Liverpool. Fyrst eftir að Kenny Dalglish hætti árið 1991 og svo eftir að Graeme Souness fór í hjartaaðgerð ári síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner