mið 22. mars 2017 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Löw: Schweinsteiger reyndi allt til að sanna sig
Mynd: Heimasíða Manchester United
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, segir Bastian Schweinsteiger hafa reynt allt til að sanna sig fyrir Jose Mourinho hjá Manchester United.

Louis van Gaal fékk Schweinsteiger til félagsins og vildi Mourinho ekkert með þýska miðjumanninn hafa strax frá undirbúningstímabilinu.

Mikið var rætt og ritað um meðferð Mourinho á þýska miðjumanninum sem var látinn æfa með varaliði Rauðu djöflanna meðan portúgalski stjórinn reyndi að losa sig við hann.

„Við töluðum saman fyrir nokkrum vikum og hann lýsti ástandinu fyrir mér," sagði Löw.

„Hann leggur sig allan fram á æfingum og hefur sýnt stjóranum hvers hann er megnugur. Í enda dagsins fór Schweini til Man Utd á röngum tíma.

„Ég hef horft á nokkra Man Utd leiki á tímabilinu þar sem Schweinsteiger hefði getað gert gæfumuninn, liðinu vantar leikstjórnanda."


Miðjumaðurinn er á leið til Chicago Fire í MLS deildinni en hann neitaði að yfirgefa Rauðu djöflana á tímabilinu til að reyna að berjast fyrir byrjunarliðssæti.

„Ég er gífurlega ánægður með að sjá hann vera á leið til Bandaríkjanna og vona að honum gangi vel þar."
Athugasemdir
banner
banner
banner