Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   mið 22. mars 2017 11:22
Elvar Geir Magnússon
Rúrik: Ég og Aron búnir að færa rúmin saman
Icelandair
Sameinaðir á ný!
Sameinaðir á ný!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúrik Gíslason er loks kominn aftur í íslenska landsliðshópinn en hann hefur ekki spilað fyrir þjóðina síðan í 2-1 sigri gegn Tékklandi á Laugardalsvelli í júní 2015.

„Það er helvíti næs (að vera mættur aftur), ég verð að segja alveg eins og er. Biðin hefur verið löng, ég hef staðið í meiðslum og litlum spilatíma í kjölfarið. Það var kannski ekki ástæða fyrir Heimi að velja mig fyrr en núna en ég er mjög glaður," sagði Rúrik við Fótbolta.net á æfingu í Parma í morgun.

Rúrik hefur verið að spila sem fremsti maður hjá liði sínu, Nurnberg í þýsku B-deildinni. Hjá landsliðinu hefur hann verið að spila kant en báðir byrjunarliðs-kantmenn Íslands, Birkir Bjarnason og Jóhann Berg Guðmundsson, eru meiddir.

„Ég vona auðvitað að ég byrji (gegn Kosóvó), ég hef alltaf borið virðingu fyrir ákvörðun þjálfarana. Sjáum hvað gerist, ég er klár ef kallið kemur."

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur endurheimt herbergisfélaga sinn til baka en hann og Rúrik hafa verið saman í herbergi í gegnum árin.

„Hann hefur verið einn allan þennan tíma sem ég var ekki. Hann var ekki síður glaður að fá mig til baka. Rúmin eru komin saman og allt klárt. Þetta er virkilega kósi, hann er notalegur," sagði Rúrik við Fótbolta.net.

Í viðtalinu hér að ofan ræðir Rúrik nánar um stöðu sína í Þýskalandi og andstæðingana í Kosóvó.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner