Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. mars 2017 08:46
Elvar Geir Magnússon
Parma
Sá sem dæmir leik Íslands fékk líflátshótanir fyrr á árinu
Icelandair
Dómarinn Artur Dias.
Dómarinn Artur Dias.
Mynd: Getty Images
Artur Dias, 38 ára portúgalskur dómari, verður með flautuna í Albaníu á föstudag þegar íslenska landsliðið leikur mikilvægan leik gegn Kosóvó í undankeppni HM.

Fyrr í þessum mánuði dæmdi Dias leik FC Kaupmannahafnar og Ajax í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar en þá dæmdi hann einnig í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili.

Í janúar fékk hann og fjölskylda hans líflátshótanir tveimur dögum áður en hann dæmdi leik Pacos de Ferreira og Porto í úrvalsdeildinni í Portúgal.

Dias tilkynnti um hótanirnar til lögreglu og sagði að þær væru frá mönnum í harðkjarna stuðningsmannahópi Porto, hópi sem kallast Super Dragoes.

Leikur Kosóvó og Íslands á föstudag hefst 19:45 að íslenskum tíma, 20:45 að staðartíma.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner