Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 22. mars 2017 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Simeone: Ég myndi aldrei taka við Real
Mynd: Getty Images
Diego Simeone er í guðatölu meðal stuðningsmanna Atletico Madrid, sem telja hann vera besta þjálfara í sögu félagsins.

Undir stjórn argentínska snillingsins vann Atletico spænsku deildina árið 2014 og var félagið óheppið að vinna ekki Meistaradeildina, en liðið tapaði tveimur úrslitaleikjum á þremur árum.

Samningur Simeone rennur út eftir rúmt ár og þá ætlar þjálfarinn að halda á önnur mið, við litla hrifningu stuðnings- og stjórnarmanna Atletico.

„Ég myndi aldrei taka við Real Madrid, af augljósum ástæðum. Enda myndi Real Madrid aldrei bjóða mér starf hjá sér," sagði Simeone í útvarpsviðtali.

Óljóst er hvaða félagi Simeone ætlar að taka við, en líklegasti áfangastaður er talinn vera Mílanó borg, þar sem Simeone myndi taka við Inter.
Athugasemdir
banner
banner