Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 22. mars 2017 16:57
Magnús Már Einarsson
U21 tapaði gegn Georgíu
Viktor Karl skoraði mark Íslands.
Viktor Karl skoraði mark Íslands.
Mynd: Raggi Óla
Albert Guðmundsson var sá eini í liðinu sem hafði spilað U21 leik fyrir daginn í dag.
Albert Guðmundsson var sá eini í liðinu sem hafði spilað U21 leik fyrir daginn í dag.
Mynd: Getty Images
Georgía 2 - 1 Ísland
1-0 Otar Kiteishvili ('7)
1-1 Viktor Karl Einarsson ('55)
2-1 Roman Chanturia ('66)
3-1 Roman Chanturia ('88)

U21 árs landslið Íslands tapaði 3-1 gegn Georgíu í vináttuleik ytra í dag.

Georgíumenn komust yfir snemma leiks þegar Otar Kiteishvili hafði betur gegn Alfons Sampsted og skoraði með skalla.

Albert Guðmundsson fór illa með tvö góð færi áður en Viktor Karl Einarsson jafnaði í síðari hálfleiknum. Viktor skoraði með skoti úr teignum eftir sendingu frá Hans Viktori Guðmundssyni en markið kom í kjölfarið á aukaspyrnu.

Georgíumenn komust aftur yfir ellefu mínútum síðar en rangstöðulykt var af því marki. Undir lokin innsigluðu Georgíumenn síðan 3-1 sigur.

Þessi sömu lið mætast aftur í Georgíu á laugardag og í næstu viku leikur íslenska liðið síðan vináttuleik við Sádi-Arabíu á Ítalíu.

Allir leikmenn Íslands komu við sögu í dag nema markvörðurinn Jökull Blængsson en hann spilar næsta leik á laugardag. Eyjólfur Sverrisson gerði tífalda skiptingu á 63. mínútu en hér að neðan má sjá leikmennina sem spiluðu með Íslandi í dag.

Allir voru þeir að leika sinn fyrsta U21 leik fyrir utan Albert.

Byrjunarlið Íslands
Sindri Kristinn Ólafsson
Alfons Sampsted
Hans Viktor Guðmundsson
Axel Óskar Andrésson
Sindri Scheving
Júlíus Magnússon
Ásgeir Sigurgeisson
Viktor Karl Einarsson
Tryggvi Hrafn Haraldsson
Albert Guðmundsson
Jón Dagur Þorsteinsson

Komu inn á 63. mínútu
Aron Ingi Kristinsson
Birnir Snær Ingason
Hörður Ingi Gunnarsson
Orri Sveinn Stefánsson
Ari Leifsson
Ægir Jarl Jónasson
Grétar Snær Gunnarsson
Kristófer Konráðsson
Arnór Gauti Ragnarsson
Steinar Þorsteinsson



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner