Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. mars 2017 14:31
Ívan Guðjón Baldursson
Viðureign Íslands og Georgíu í beinni á YouTube
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum fæddum 1996 og síðar mætir því georgíska í dag.

Leikið verður í Georgíu og eru bæði lið með splunkunýja leikmannahópa eftir að hafa útskrifað 1994 og 1995 árgangana.

Það getur verið erfitt að fylgjast með U21 árs liðum í beinni útsendingu en ekki í dag, því georgíska knattspyrnusambandið streymir leiknum beint á YouTube.

Byrjunarlið Íslands hefur verið tilkynnt og verður afar spennandi að fylgjast með og sjá hvernig nýju strákarnir standa sig undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar.

Viðureignin hefst klukkan 15:00.


Athugasemdir
banner
banner
banner