Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 22. mars 2017 21:47
Ívan Guðjón Baldursson
Vináttuleikir: Podolski hetjan í kveðjuleiknum
Mynd: Getty Images
Lukas Podolski skoraði eina markið í 1-0 sigri Þjóðverja gegn Englendingum í kvöld.

Vináttuleikurinn var til heiðurs Podolski, sem er búinn að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir magnaðan feril, þrátt fyrir að vera ekki nema 31 árs gamall.

Podolski, sem er tólfti Þjóðverjinn til að vera kvaddur með heiðursleik, gerði eina mark leiksins á 69. mínútu þegar óverjandi þrumufleygur frá honum rataði í netið.

Þetta var 130. leikur og 49. mark Podolski fyrir Þýskaland, sem gerir hann að þriðja markahæsta leikmanni í sögu landsliðsins, eftir Miroslav Klose og Gerd Müller.

Englendingar voru góðir í leiknum og óheppnir að koma knettinum ekki í netið.

Skotland gerði þá 1-1 jafntefli við Kanada þrátt fyrir mikla yfirburði og Tékkar lentu ekki í erfiðleikum gegn Litháum.

Þýskaland 1 - 0 England
1-0 Lukas Podolski ('69)

Skotland 1 - 1 Kanada
0-1 F. Aird ('11)
1-1 Steven Naismith ('35)

Tékkland 3 - 0 Litháen
1-0 T. Horava ('48, víti)
2-0 J. Jankto ('64)
3-0 M. Krmencik ('79)
Athugasemdir
banner
banner
banner