Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. mars 2018 21:48
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Danmörk vann - Færeyjar gerðu jafntefli
Atli Gregersen, hér í baráttu við Antonio Cassano, gerði eina mark Færeyja.
Atli Gregersen, hér í baráttu við Antonio Cassano, gerði eina mark Færeyja.
Mynd: Getty Images
Það voru spilaðir þónokkrir æfingalandsleikir í dag og í kvöld og var þeim síðasta að ljúka með sigri Danmerkur gegn Panama.

Pione Sisto gerði eina mark Dana gegn Panama og hefðu Danir getað unnið með talsvert meiri mun.

Færeyingar gerðu þá jafntefli við Letta á meðan Malta tapaði fyrir smáþjóðinni Lúxemborg.

Slóvakía, Alsír og Filippseyjar unnu sína leiki og þá hafði Taíland betur gegn Gabon á æfingamóti í heimalandinu eftir vítaspyrnukeppni.

Danmörk 1 - 0 Panama
1-0 Pione Sisto ('69)
Rautt spjald: B. Perez, Panama ('65)

Færeyjar 1 - 1 Lettland
1-0 A. Gregersen ('27)
1-1 V. Fjodorovs ('69)

Malta 0 - 1 Lúxemborg
0-1 K. Malget ('93)

Slóvakía 2 - 1 Sameinuðu arabísku furstadæmin
1-0 A. Rusnak ('42)
2-0 M. Duris ('45)
2-1 A. Khalil ('73)

Alsír 4 - 1 Tansanía
1-0 B. Bounedjah ('13)
1-1 S. Msuva ('20)
2-1 S. Kapombe ('43, sjálfsmark)
3-1 C. Medjani ('52)
4-1 B. Bounedjah ('80)

Barein 0 - 0 Palestína

Malasía 2 - 2 Móngólía

1-0 T. Daginaa ('31, sjálfsmark)
1-1 P. Erdenbat ('42)
2-1 M. Rashid ('64)
2-2 G. Yanjiv ('70)

Taíland 0 - 0 Gabon

Filippseyjar 3 - 2 Fídjí
1-0 Phil Younghusband ('30, víti)
2-0 H. Minegishi ('53)
3-0 K. Ingreso ('61)
3-1 A. Votoniu ('75)
3-2 R. Krishna ('81, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner