banner
   fim 22. mars 2018 19:00
Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar: Tilbúinn að fá mínútur og koma mér í gang
Icelandair
Aron Einar á æfingu Íslands í gær.
Aron Einar á æfingu Íslands í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins segist enn stefna á að spila leikinn gegn Mexíkó í Kalíforníu annað kvöld.

Hann hefur verið frá keppni vegna meiðsla með félagsliði sínu, Cardiff í ensku Championship deildinni.

„Það er ennþá planið að ég spili leikinn," sagði Aron Einar á fréttamannafundi sem nú stendur yfir.

„Mér líður vel og ég hef æft vel síðustu tvo til þrjá daga og er tilbúinn að fá mínútur og koma mér í gang aftur."

Spilað er á glæsilegum heimavelli NFL liðsins San Fransisco 49ers, Levi's Stadium.

„Völlurinn lítur mjög vel út og grasið er frábært. Ég er spenntur fyrir að spila á móti Mexíkó, þeir eru með gott lið og liprir græjar sem verður gaman að kljást við."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner