Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. mars 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Costa: Griezmann getur ekki farið að yfirgefa mig núna
Costa fagnar hér marki með Kevin Gameiro og Griezmann.
Costa fagnar hér marki með Kevin Gameiro og Griezmann.
Mynd: Getty Images
Diego Costa er á því máli að það sé besti kosturinn fyrir sóknarfélaga sinn, Antoine Griezmann að vera áfram hjá Atletico Madrid.

Griezmann gaf það út í gær að hann ætli að vera búinn að ákveða framtíð sína áður en HM í Rússlandi hefst.

Hinn 27 ára gamli Girezmann hefur verið sterklega orðaður við Barcelona en Atletico Madrid ku einnig vera að undirbúa nýjan risasaming í von um að halda honum.

„Hann veit að við viljum halda honum, að hann sé mjög mikilvægur leikmaður. Hann er enn með okkur og hefur ekki sagt við mig að hann sé að fara," sagði Costa.

„Ég verð ánægður ef hann ákveður að fara vera áfram. Allir verða að taka ákvörðun sem er best fyrir sjálfa sig, en að mínu mati væri best fyrir hann að vera hér áfram."

„Hann hringdi í mig á hverjum degi og bað mig um að koma aftur til Atletico, hann getur ekki farið að yfirgefa mig núna."
Athugasemdir
banner
banner
banner