Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 22. mars 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Dele Alli: Við erum sterkari eftir tapið gegn Íslandi
Icelandair
Alli í leiknum í hreiðrinu í Nice árið 2016.
Alli í leiknum í hreiðrinu í Nice árið 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dele Alli segir að tapið gegn Íslandi í 16-liða úrslitunum á EM gefi leikmönnum kraft fyrir HM í sumar. Alli segir að leikmenn Englands séu ákveðnir í að láta vonbrigðin frá því á EM ekki endurtaka sig.

„EM var ein besta og ein versta reynslan á ferli mínum á sama tíma," sagði Alli.

„Þegar ég ólst upp þá horfði ég á stórmótin í sjónarpinu. Þú sérð fána í gluggunum og hversu miklu máli þetta skiptir fyrir þjóðina. Það var risastórt að vera hluti af þessu. Það voru mikil vonbrigði hvernig þetta endaði í Frakklandi."

„Sem lið þá hefði verið auðvelt að fela sig, ekki horfa til baka og reyna að gleyma þessu."

„Það var mikilvægt að við gengum í gegnum þetta svo þetta gerist ekki aftur. Ég held að við séum sterkari sem lið og einstaklingar eftir að hafa gengið í gegnum þetta."


Sjá einnig:
EM ævintýri Íslands - Englendingum skellt í Nice
Athugasemdir
banner
banner
banner