Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 22. mars 2018 23:00
Elvar Geir Magnússon
Santa Clara
Faldi sig í runna á æfingu Íslands
Icelandair
Frá útsendingunni í gær.
Frá útsendingunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mikill áhugi er á landsliði Mexíkó sem er, rétt eins og Ísland, að búa sig undir HM í Rússlandi. Mexíkó er með Þýskalandi, Svíþjóð og Suður-Kóreu í riðli í sumar.

Mexíkósk sjónvarpsstöð bauð upp á rándýra umfjöllun um vináttulandsleikinn gegn Íslandi sem verður í Santa Clara annað kvöld.

Blásið var upp pallborðsumræðum um leikinn og þá var skipt yfir í beina útsendingu frá fjölmiðlamönnum sem höfðu verið á æfingu Íslands fyrr um daginn.

Fjölmiðlar fengu aðeins að fylgjast með fyrstu fimmtán mínútum æfingarinnar en myndatökumaður sjónvarpsstöðvarinnar dó ekki ráðalaus.

Hann faldi sig í runna og tók upp myndskeið sem sýnd voru í útsendingunni í gær. Sjónarhornið var ekki upp á marga fiska og lítið sem hægt var að greina úr þessari njósnastarfssemi mexíkóska sjónvarpsins.

Leikur Íslands og Mexíkó á morgun verður klukkan 2 að íslenskum tíma en með því að smella hérna má sjá líklegt byrjunarlið Íslands.


Athugasemdir
banner