Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 22. mars 2018 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fara fram á fimm ára fangelsi yfir Xabi Alonso
Mynd: Getty Images
Xabi Alonso, fyrrum miðjumaður Liverpool, Real Madrid og Bayern München, gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisdóm á Spáni þar sem hann er sakaður um skattsvik.

Alonso er sakaður um að svindlað 2 milljónum evra undan skatti en það eru rétt tæpar 250 milljónir íslenskar krónur.

Eiga þessi brot að hafa átt sér stað á árunum 2010 til 2012 þegar Alonso var leikmaður Real Madrid.

Hinn 36 ára gamli Alonso, sem lagði fótboltaskóna á hilluna í fyrra, neitar sök í málinu.

Saksóknarar á Spáni fara fram á að Alonso verði sektaður um 4 milljónir evra og greiði upphæðina sem þeir segja hann skulda að auki, en Alonso er langt frá því að vera fyrsti leikmaðurinn á Spáni sem er sakaður um skattalagabrot.
Athugasemdir
banner
banner
banner