Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 22. mars 2018 16:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi í auglýsingaherferð með Messi
Mynd: Pepsi
Gylfi Sigurðsson hefur skrifað undir samning við Pepsi og er meðal þeirra leikmanna sem voru valdir til að taka þátt í nýrri herferð drykkjarisans Pepsi fyrir Pepsi Max.

„Það stefnir allt í að þetta verði flottasta fótboltaherferð allra tíma," segir Sigríður Rakel Ólafsdóttir, markaðsstjóri Pepsi MAX á Íslandi. „Það er svo gaman að geta sýnt svona óvæntar hliðar á þessum fótboltastjörnum – og svo erum við auðvitað gríðarlega stolt af því að Gylfi Sigurðsson hafi verið valinn til að vera með í veislunni."

Gylfi er eini leikmaðurinn í heiminum sem fær að taka þátt sérstaklega í sínu heimalandi.

Það eru engin smá nöfn að taka þátt í þessu verkefni með Gylfa en meðal annarra leikmanna í stjörnuliði Pepsi Max eru Lionel Messi, einn besti knattspyrnumaður sögunnar, Toni Kroos, Marcelo, Dele Alli og Carli Lloyd. Eru ljósmyndir af leikmönnunum skreyttar hönnun frá hönnuði úr heimalandi hvers og eins.

Hér á Íslandi var það hönnuðurinn Siggi Eggertsson sem var valinn til samstarfs en Siggi hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, hér heima jafnt sem erlendis.

Grafík Sigga er innblásin af eldfjöllum og jöklum Íslands og undirstrikar hæfileika Gylfa til að bræða varnarmenn andstæðinganna og skilja markverði eftir frosna á línunni!

Hér að neðan er sjónvarpsauglýsing sem Pepsi gerði fyrir herferðina en hún skartar áðurnefndum fótboltastjörnum, Carli Lloyd, Lionel Messi, Toni Kroos, Marcelo og Dele Alli.


Athugasemdir
banner
banner
banner