Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 22. mars 2018 19:08
Hafliði Breiðfjörð
Heimir: Verðum að vera fljótari að gera það sem við höfum gert
Icelandair
Heimir á æfingu Íslands í gær.
Heimir á æfingu Íslands í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það hefur verið mjög vel tekið á móti okkur hérna og þessi leikur er frábær undirbúningur fyrir Heimsmeistaramótið," sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari á fréttamannafundi í dag en liðið mætir Mexíkó í vináttuleik í Kaliforníu á morgun..

„Jón Daði Böðvarsson, Hörður Björgvin Magnússon og Kolbeinn Sigþórsson verða ekki í hópnum en allir aðrir eru heilir og tilbúnir að spila," bætti Heimir við.

Á fréttamannafundinum var staðfest að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson muni spila 45-60 mínútur í leiknum en hann hefur verið frá vegna meiðsla og ekki spilað með félagsliði sínu, Cardiff á Englandi.

Liðið mætir svo Perú í New Jersey á miðvikudaginn og Heimir sagðist ætla að nýta þetta verkefni í að æfa liðið í að spila gegn þjóðum sem líkjast Argentínu sem er fyrsti mótherji okkar á HM.

„Þessi leikur er tilvalinn til sjá leikmenn sem hafa minna spilað spia gegn sterkri þjóð," sagði Heimir. „Hérna hafa menn tækifæri til að stimpla sig en enginn verður dæmdur þannig að hann stimpli sig út," hélt hann áfram.

„Þetta verður öðruvísi andstæðingur sem leggur mikið upp úr að spila einn á móti einum og hraðara spili. Við verðum því að vera fljótari að gera það sem er lagt upp og gera það fyrr og hraðar en við höfum gert vel hingað til. Þetta er lið sem er ofar en við á styrkleikalistanum og reynir sérstaklega á einn á móti einum."

Heimir var að lokum spurðu hvort það hafi verið hausverkur að velja lið fyrir leikinn og sagði.

„Við erum með stóran hóp og viljum gefa öllum tækifæri. Það eru líka alli æstir að sýna sig og erfitt að velja hverjir eiga að fá tækifæri," sagði Heimir. „Við verðum að forgangsraða en að að sjálfösgðu spilum við ekki 11 leikmeönnum sem afa ekki spilað áður saman. Mexíkó er of sterkur andstæðinur til þess."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner