fim 22. mars 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - U21 og U17 í eldlínunni
U21 er statt á Írlandi.
U21 er statt á Írlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U17 ára landslið kvenna er í eldlínunni í Þýskalandi.
U17 ára landslið kvenna er í eldlínunni í Þýskalandi.
Mynd: KSÍ
U17 ára landslið kvenna mætir Írlandi í fyrsta leik sínum í milliriðli fyrir EM í dag klukkan 14:00.

Riðillinn fer fram í Þýskalandi og ásamt heimamönnum eru Ísland, Írland og Aserbaídsjan í honum.

U21 landslið karla er statt á Írlandi og mætir þar heimamönnum í vináttulandsleik í kvöld.

Strákarnir mæta Írum á Tallaght vellinum í vináttuleik í kvöld klukkan 19:30 en í næstu viku, nánar tiltekið á mánudaginn mætir liðið svo Norður-Írum en sá leikur er liður í undankeppni EM 2019.

Albert Guðmundsson og Samúel Kári Friðjónsson spila einungis leikinn gegn Norður Írlandi, en þeir eru báðir í hóp A landsliðs karla fyrir leikinn gegn Mexíkó.

Átta nýliðar eru í hópnum sem leika þessa leiki en þeir eru Daði Freyr Arnarsson, Arnór Sigurðsson, Arnór Breki Ástþórsson, Guðmundur Andri Tryggvason, Kristófer Ingi Kristinsson, Kolbeinn Birgir Finnsson, Stefan Alexander Ljubicic og Torfi Tímoteus Gunnarsson.

Strákarnir eru sem stendur í þriðja sæti sínum riðli með sjö stig. Norður-Írar hafa tíu stig, en Spánverjar eru á toppnum með fullt hús (12 stig). Þess má geta að Spánn hefur leikið fjóra leiki á meðan Ísland og Norður-Írar hafa leikið fimm.

Einnig eru leikir hér á landi í dag. Grótta sem hefur verið að spila feiknavel undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar mætir KH í Lengjubikarnum og á sama tíma mætast Selfoss og KR í B-deild Lengjubikars kvenna.

Álftanes og ÍA eigast einnig við í Lengjubikar kvenna en sá leikur er í C-deildinni.

Leikir dagsins:
Vináttulandsleikur U21
19:30 Írland - Ísland (Tallaght Stadium)

U17 kvenna milliriðill
14:00 Írland - Ísland


Lengjubikar karla - B deild - Riðill 2
19:00 KH-Grótta (Valsvöllur)

Lengjubikar kvenna - B-deild
19:00 Selfoss-KR (JÁVERK-völlurinn)

Lengjubikar kvenna - C-deild riðill 1
18:30 Álftanes-ÍA (Bessastaðavöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner