Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. mars 2018 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keane hellti sér yfir Pique eftir að síminn hringdi
Gerard Pique er í dag einn besti varnarmaður heims.
Gerard Pique er í dag einn besti varnarmaður heims.
Mynd: Getty Images
Roy Keane var fyrirliði Man Utd.
Roy Keane var fyrirliði Man Utd.
Mynd: Getty Images
Það eru eflaust nokkrir sem hafa gleymt því eða einfaldlega ekki vitað það að varnarmaðurinn Gerard Pique var eitt sinn á mála hjá Manchester United. Pique er uppalinn hjá Barcelona en hann ákvað ungur að árum að flytjast búferlum til Manchester áður en hann gekk aftur í raðir Börsunga árið 2008.

Í grein sem hann skrifar í The Players' Tribune segir hann frá atviki sem átti sér stað í búningsklefanum í einum fyrsta leik hans á Old Trafford sem leikmaður Manchester United.

Á þessum tíma voru nokkrir litríkir karakterar í herbúðum United, þó enginn skrautlegri en Roy Keane, fyrirliði liðsins.

„Í einum fyrsta leik mínum á Old Trafford, þá var ég í búningsklefanum að gera mig kláran og ég var fáránlega stressaður," segir Pique, sem hefur verið með betri varnarmönnum heims síðustu árin en á þessu tímabili hefur hann myndað ógnarsterkt miðvarðarpar með franska landsliðsmanninum Samuel Umtiti.

Pique heldur svo áfram:

Ímyndið ykkur þetta, ég er 18 ára og sit í þessum litla búningsklefa og klæði mig í sokkana við hlið Ruud van Nistelrooy, Ryan Giggs og Rio Ferdinand. Ég vildi vera ósýnilegur. Ég hugsaði með mér, 'Sinntu bara starfi þínu og láttu lítið fyrir þér fara'.

„Við situm þarna og bíðum eftir stjóranum (innsk. blaðamanns. Sir Alex Ferguson), eftir að hann komi inn og ræði við okkur, ég bókstaflega sit við hliðina á Roy Keane. Búningsklefinn er svo lítill að fótleggir okkar snertast næstum því. Það er ekkert pláss."

„Það er dauðaþögn. Allt í einu, þá heyrist þessi litli titringur. Hann er mjög rólegur. Roy lítur í kringum klefann. Ég átta mig á því að þetta er ég. Þetta er síminn minn. Ég skildi hann eftir á titringi, og hann er buxnavasanum í buxunum sem ég tróð ofan í poka sem hengur beint fyrir ofan höfuðið á Roy."

„Roy finnur ekki hvaðan hljóðið kemur. Núna svipast hann um klefann eins og brjálæðingur. Hann reynir að finna út hvaðan hljóðið kemur. Kannastu við atriðið úr The Shining þegar Jack Nicholson brýtur niður hurðina? Hann var þannig."

„Hann öskrar á alla, 'Hver á þennan síma?!'. Þögn. Hann spyr aftur. Þögn. Hann spyr í þriðja sinn og loksins svara ég, eins og lítill strákur. Ég segist eiga símann."

„Roy bilaðist! Hann varð klikkaður fyrir framan alla. Það var ótrúlegt. Ég kúkaði næstum því á mig. En þetta var góð lexía."

„Í dag, árið 2018 er þetta öðruvísi. Allir þessir krakkar í Iphone-símunum sínum fyrir leiki. En á þessum tíma, árið 2006? Það var annar heimur. Þú varst ekkert í Iphone-símanum þínum þá, sérstaklega ekki hjá Manchester United, ekki í klefanum hjá Roy. Þetta var eitt af þúsund mistökum sem ég gerði hjá United."

Greinina eftir Pique má lesa í heild sinni hér
Athugasemdir
banner
banner