Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 22. mars 2018 13:29
Magnús Már Einarsson
Landsliðshópurinn: Harpa snýr aftur
Elín Metta og Sísí Lára klárar
Icelandair
Harpa er mætt aftur í íslenska landsliðið.
Harpa er mætt aftur í íslenska landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elín Metta er klár eftir meiðsli.
Elín Metta er klár eftir meiðsli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Slóveníu og Færeyjum í undankeppni HM í apríl.

Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Stjörnunnar, kemur á ný inn í hópinn en hún var ekkert með í undankeppninni síðastliðið haust. Harpa var síðast í landsliðshópnum á EM í Hollandi en hún hefur verið í fríi frá landsliðinu síðan þá.

Elín Metta Jensen og Sigríður Lára Garðarsdóttir koma einnig inn í hópinn á nýjan leik eftir meiðsli en þær voru ekki með á Algarve mótinu á dögunum.

23 lekmenn fóru á Algarve en 20 leikmenn eru í hópnum fyrir komandi verkefni. Andrea Rán Hauksdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir, Andrea Mist Pálsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Guðný Árnadóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir detta út frá því á Algarve.

Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, er í hópnum en það skýrist á næstu tíu dögum hvort hún verði leikfær fyrir þessa leiki eða ekki. Nýr markvörður verður kallaður inn í hópinn ef Sandra verður ekki með.

Íslenska liðið mætir Slóveníu 6. apríl og Færeyjum fjórum dögum síðar en með sigri í þessum leikjum kemst liðið í góða stöðu fyrir síðustu þrjá leikina sem eru allir á Laugardalsvelli. Slóvenía kemur í heimsókn í júní áður en Þýskaland og Tékkland mæta í september.

Markverðir
Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgarden
Sandra Sigurðardóttir, Valur
Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðablik

Varnarmenn
Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07
Sif Atladóttir, Kristianstad
Glódís Perla Viggósdóttir, FC Rosengard
Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden
Hallbera Guðný Gísladóttir, Valur
Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik
Svava Rós Guðmundsdóttir, Roa

Miðjumenn
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals
Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg
Sandra María Jessen, Slavia Prag
Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV
Rakel Hönnudóttir, LB07

Sóknarmenn
Fanndís Friðriksdóttir, Marseille
Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan
Agla María Albertsdóttir, Breiðablik
Elín Metta Jensen Valur
Hlín Eiríksdóttir, Valur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner