Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 22. mars 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Pieters sektaður fyrir að vera á skemmtistað
Dýrt spaug.
Dýrt spaug.
Mynd: Getty Images
Stoke hefur sektað vinstri bakvörðinn Erik Pieters um tveggja vikna laun eða um 70 þúsund pund (um 10 milljónir króna) vegna agabrots fyrir leikinn gegn Everton um síðustu helgi.

Pieters átti að vera í byrjunarliðinu en Paul Lambert, stjóri Stoke, tók hann úr hóp og setti Kostas Stafylidis í liðið í staðinn eftir að upp komst um agabrot hjá Pieters.

Pieters var á skemmtistað ásamt eiginkonu sinni á föstudagskvöld, daginn fyrir leik.

Ekki er talið að Pieters hafi verið ölvaður en samkvæmt reglum Stoke mega leikmenn ekki mæta á staði sem selja áfengi þegar innan við tveir sólarhringar eru í leik. Lambert henti Pieters því úr hópnum fyrir leikinn á laugardag og nú hefur leikmaðurinn fengið sekt.

Stoke hefur ekki unnið leik síðan 20. janúar og eftir tapið gegn Everton um helgina er liðið í 19. sæti, þremur stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner