Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fim 22. mars 2018 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Santa Clara
Raggi Sig: Ég tala rússnesku við Rússana
Icelandair
Raggi mætir á æfingu landsliðsins í San Jose í gær.
Raggi mætir á æfingu landsliðsins í San Jose í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum hérna í fínum aðstæðum og á fínu hóteli," sagði Ragnar Sigurðsson miðvörður íslenska landsliðsins á æfingu í vikunni en liðið er statt í Bandaríkjunum þar sem þeir æta Mexíkó í vináttuleik í Santa Clara á föstuag og Perú í New Jersey á þriðjudaginn.

Raggi Sig:

„Ég held að þetta sé fyrsta verkefnið mitt í Bandaríkjunum og það er gaman að prófa það," sagði Raggi. „Við erum búnir að heyra að það verði allt pakkað í áhorfendastúkunni og það er alltaf skemmtilegra þegar það er mikið af áhorfendum."

Liðið byrjaði fyrstu dagana í Bandaríkjunum á þéttri dagskrá þar sem leikmenn fóru í auglýsingatökur, ljósmyndatökur til klæðskera og fleira.

„Þetta var svolítið mikið en þetta var vel skipulagt og þó það hafi verið mikið að gera þá tók það ekkert mikinn tíma. Þetta er öðruvísi en það er bara gaman af því."

Ragnar spilar með Rostov í rússnesku deildinni í þriggja miðvarða kerfi.

„Það er svolítið skrítið," sagði Ragnar spurður út í að spila það kerfi. „Ég gerði þetta í fyrsta skipti hjá Rubin og flest lið í Rússlandi gera þetta líka. Þetta er fínt kerfi ef menn vita hvað þeir eru að gera. En ef eitthvað smá fer úrskeiðis þá finnst mér þetta götótt kerfi. Við erum samt búnir að vera að gera þetta ágætlega."

Ásamt Ragnari leika þeir Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson með Rostov en er það ekki skemmtilegra en þegar hann var einn í Rubin Kazan?

„Jú það er klárlega öðruvísi og gerir heilmikið fyrir mann að vera með tvo stráka með sér sem tala sama tungumál. Maður fattar það ekki fyrr en maður lendir í því en þetta er búið að vera frábært," sagði Raggi en talar hann íslensku við Sverri í vörninni?

„Sverrir er svolítið að tala spænsku eftir að hann var þar, svo tala ég rússnesku við Rússana svo þetta blandast svolítið en við reynum að halda okkur við íslenskuna."
Athugasemdir
banner
banner
banner