Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 22. mars 2018 18:00
Magnús Már Einarsson
Rúnar Alex endaði sem markvörður eftir dvöl á spítala
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson er gestur vikunnar hjá Gunnlaugi Jónssyni í hlaðvarpsþættinum Návígi. Þar ræðir Rúnar meðal annars um son sinn, Rúnar Alex Rúnarsson markvörð Nordsjælland í Danmörku.

Smelltu hér til að hlusta á Rúnar Kristins í Návígi

Hinn 23 ára gamli Rúnar Alex hefur verið að festa sig í sessi í íslenska landsliðshópnum en hann er í hópnum sem mætir Mexíkó og Perú á næstu dögum. Rúnar Alex hefur staðið sig vel með Nordsjælland og faðir hans hefur trú á því að hann eigi eftir að fara í stærri deild en í Danmörku síðar á ferlinum.

„Já, engin spurning. Það er ekkert langt í það að hann fari í einhverja stærri deild. Hann er kominn langt, er í frábæru liði og að gera það gott. Svo framarlega sem hann nær að haldast heill þá held ég að hann eigi mjög flotta framtíð fyrir sér," sagði Rúnar.

Gat farið til Club Brugge
Rúnar Alex tók sín fyrstu skref í meistaraflokki undir handleiðslu föðurs síns hjá KR árið 2012. Í janúar 2014 gekk hann síðan til liðs við Nordsjælland.

„Hann hefði getað farið til Club Brugge þegar hann fór til Nordsjælland. Við ákváðum það í sameiningu að hann færi frekar til Nordsjælland þar sem fótboltinn hentar honum. Liðið byggir mikið upp á ungum strákum og leyfir þeim að spila. Hann hefur lært vel og mikið þar og öll þau markmið sem hann setti sér þegar hann fór út hafa gengið eftir," sagði Rúnar Kristins.

Rúnar Alex hefur vakið athygli í Danmörku fyrir það hversu öruggur hann er í sendingum og uppspili frá marki sínu.

„Þetta er leikstíll sem hentar honum mjög vel. Hann er nútíma markvörður og mjög góður í fótbolta. Þeir spila eins og Manchester City eða Barcelona. Það er bannað að negla fram. Ef markvörðurinn neglir fram þá er hann að senda á ákveðna leikmenn frammi. Ég hef horft mikið á þá og finnst þeir stundum vera smá barnalegir því þeir reyna alltaf að spila. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með þeim og ég horfi á meira og minna alla leiki með þeim."

Endaði í markinu eftir veikindi
Rúnar Kristinsson er einn besti miðjumaður í sögu Íslendinga og sonur hans byrjaði einnig að spila á miðjunni fyrst þegar hann byrjaði að æfa fótbolta.

„Hann byrjaði úti þegar við vorum Belgíu. Hann var leikstjórnandi númer tíu og var tæknilega góður. Síðan veiktist hann og var lengi á spítala. Hann var frá lengi og var hálf væskilslegur þegar hann kom út. Þjálfarinn bað hann um að fara í markið meðan hann var að ná orku og jafna sig. Þá var hann miklu betri en hinn markvörðurinn og honum fannst þetta svo gaman að hann tók fyrstu skrefin þar í markinu. Hann fékk markmannsþjálfun þar frá 10-11 ára aldri. Hann fékk góðan grunn þar," sagði Rúnar Kristins í Návígi.

Í Návígi ræðir Rúnar meðal annars einnig um markmannsþjálfunina sem Rúnar hefur fengið hjá Nordsjælland og fleira.


Smelltu hér til að hlusta á Rúnar Kristins í Návígi
Til að nálgast þættina í Apple tækjum þarf einungis að leita að "Fótbolti.net" í iTunes Podcast, eða sambærilegum forritum s.s Overcast.

Á sama hátt er hægt að nálgast þættina í Android tækjum með því að nota sambærileg forrit, s.s Pocket Casts eða Podcast Addict, og leita að "Fótbolti.net".


Fyrri návígi:
Heimir Guðjónsson - Fyrri hluti
Heimir Guðjónsson - Seinni hluti
Heimir Hallgrímsson
Ólafur Jóhannesson
Ólafur Kristjánsson
Athugasemdir
banner
banner
banner