Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. mars 2018 21:23
Ívan Guðjón Baldursson
U21 tapaði fyrir Írum
Stefan Alexander Ljubicic þykir mikið efni.
Stefan Alexander Ljubicic þykir mikið efni.
Mynd: Úr einkasafni
Írland U21 3 - 1 Ísland U21
1-0 Rory Hale ('1)
2-0 Ryan Manning ('41)
2-1 Stefan Alexander Ljubicic ('63)
3-1 Ronan Hale ('92)

Íslenska U21 árs landsliðið heimsótti það írska í æfingaleik fyrir næsta leik í undankeppni EM 2019 gegn Norður-Írlandi.

Nokkrir lykilmenn eru í verkefni með A-landsliðinu í Bandaríkjunum og því smá uppstokkun á hópnum fyrir leikinn.

Rory Hale kom Írum yfir á fyrstu sekúndum leiksins og tvöfaldaði Ryan Manning forystuna eftir varnarmistök rétt fyrir leikhlé.

Stefan Alexander Ljubicic minnkaði muninn fyrir Ísland í síðari hálfleik og var spennan orðin mögnuð undir lokin.

Ísland sótti til að reyna að ná inn jöfnunarmarki en það gekk ekki og gulltryggðu Írar sér sigur á heimavelli með marki í uppbótartíma.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner